Prenta |

Foreldrastarf í Melaskóla

Vefsíðan
Hér finnur þú gagna- og upplýsingasafn um allt sem snýr að foreldrastarfi skólans. 

Hér liggja til dæmis lög og stefna félagsins, upplýsingar um alla þá sem sitja í nefndum á vegum Foreldrafélagsins, leiðbeiningar fyrir bekkjafulltrúa, fundargerðir stjórnar Foreldrafélagsins og alls konar hagnýtar upplýsingar.

Markmiðið með þessari vefsíðu er að safna á einn stað öllum þeim upplýsingum sem snúa að formlegu foreldrastarfi í Melaskóla.

Fésbókarsíðan
Foreldrafélag Melaskóla heldur líka úti fésbókarsíðu sem er lifandi vettvangur fyrir opna og almenna umræðu um málefni Melaskóla. Þar eru líka kynntir þeir atburðir sem eru á döfinni í foreldrastarfinu svo sem fyrirlestrar og fundir, jólaföndur og þrettándagleði svo eitthvað sé nefnt.

Allir foreldrar eru hvattir til að setja ,,like" á síðuna og vera með í samfélagi Melaskólaforeldra. 

Hafðu samband
Ef hjá þér vakna spurningar eða þú ert með ábendingar eða athugasemdir þá skaltu ekki hika við að hafa samband við stjórn Foreldrafélagsins. Netfang Foreldrafélags Melaskóla er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..